Kúrekarnir skutu niður tíu leikja sigurgöngu New Orleans Saints Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 10:00 Jason Garrett, þjálfari Dallas liðsins, fagnar Ezekiel Elliott eftir leikinn. Vísir/Getty Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum. NFL Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira