„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. desember 2018 21:48 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.
Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39