Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:48 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan. Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan.
Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00
Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04