Ósannindi Samfylkingarinnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 12:20 Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun