Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna í kvöld.
Leikmenn Tottenham fagna í kvöld. Vísir/Getty
Það var mikil dramatík á Camp Nou í kvöld er Barcelona og Tottenham gerðu 1-1 jafntefli, jafntefli sem skýtur Tottenham áfram því Inter mistókst að klára PSV á heimavelli.

Tottenham var fyrir ofan Inter fyrir umferð kvöldsins og myndi Inter vinna PSV á heimavelli þurftu Tottenham að vinna Barcelona á útivelli. Margt átti eftir að gerast.

Ousmane Dembele kom Börsungum yfir á sjöundu mínútu eftir frábært einstaklingsframtak. Þannig stóðu leikar í hálfleik og í raun allt þangað til er fimm mínútur voru eftir.

Harry Kane gaf frábæra fyrirgjöf fyrir markið og þar var Brasilíumaðurinn Lucas Moura klár og kom boltanum í netið. Risa mark fyrir Tottenham og lokatölur 1-1.

Á sama tíma mætti Inter PSV á heimavelli en fyrir leikinn var PSV úr leik. Það leit ekki vel út fyrir Inter því eftir þrettán mínútur leiddu gestirnir frá Eindhoven 1-0 með marki Hirving Lonzano.

Mauro Icardi jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leikslok en þrátt fyrir mikla pressu náðu Ítalarnir ekki að koma boltanum í netið. Svekkjandi 1-1 jafntefli fyrir þá og þeir úr leik.

Mikil dramatík í þessum riðli en Barcelona endar á toppnum með fjórtán stig, Tottenham í öðru sæti með átta stig en betri innbyrðisviðureignir en Inter og PSV endaði með tvö stig.

Í A-riðli var allt ráðið fyrir leiki kvöldsins nema hvaða lið myndi enda á toppnum. Club Brugge og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli en Dortmund vann 2-0 sigur á Mónakó með tveimur mörkum frá Raphael Guerreiro. Dortmund vinnur því riðilinn.

Öll úrslit kvöldsins:

A-riðill:

Club Brugge - Atletico Madrid 0-0

Mónakó - Dortmund  0-2

B-riðill:

Barcelona - Tottenham 1-1

Inter - PSV 1-1

C-riðill:

Rauða Stjarnan - PSG 1-4

Liverpool - Napoli 1-0

D-riðill:

Galatasaray - Porto 2-3

Schalke - Lokomotiv Moskva 1-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira