Gisele fær ekki ósk sína uppfyllta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 15:30 Tom Brady og Gisele. Vísir/Getty Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni er ekki á sínu síðasta tímabili í boltanum. Brady ætlar að mæta aftur með New England Patriots á næstu leiktíð. Brady sagði frá því í viðtali við Jim Gray á Westwood One að hann ætli sér að koma aftur á næsta ári. „Ég trúi því algjörlega að ég komi aftur á næsta tímabili. Ég hef talað um það áður. Mitt markmið er ekki aðeins að spila á næsta ári heldur lengra en það. Ég mun reyna mitt besta til að ná því. Það verður vissulega krefjandi,“ sagði Tom Brady en Washington Post segir frá.Tom Brady says he "absolutely" believes he’ll be back in 2019. Sorry Gisele. https://t.co/svsgaopDme — Post Sports (@PostSports) December 27, 2018Fyrirsætan Gisele Bündchen er eiginkona Tom Brady og hefur verið að reyna að fá manninn sinn til að leggja á skóna á hilluna. Hún talaði um það opinberlega í viðtali við Ellen DeGeneres fyrr í þessum mánuði. Brady er orðinn 41 árs gamall og hefur unnið allt á sínum ferli þar af NFL-titilinn fimm sinnum. „Ég er búinn að ná því að gera það sem ég elska í nítján ár. Ég vakna spenntur á hverjum degi að fara í vinnuna. Ég hef ekki fengið betri gjöf á ævinni. Ég elska að spila fótbolta,“ sagði Brady. Hann heldur upp á 42 ára afmælið sitt áður en næsta tímabil hefst. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir að Tom Brady haldi áfram, fyrir utan stór meiðsli, er ef að hann vinnur sjötta titilinn með New England Patriots eftir áramót. Þá væri líklega mjög freistandi að hætta. New England Patriots liðið er komið í úrslitakeppnina en hefur oft verið meira sannfærandi en í ár. Það getur hinsvegar allt gerst í úrslitakeppninni eins of dæmin hafa sýnt. NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Sjá meira
Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni er ekki á sínu síðasta tímabili í boltanum. Brady ætlar að mæta aftur með New England Patriots á næstu leiktíð. Brady sagði frá því í viðtali við Jim Gray á Westwood One að hann ætli sér að koma aftur á næsta ári. „Ég trúi því algjörlega að ég komi aftur á næsta tímabili. Ég hef talað um það áður. Mitt markmið er ekki aðeins að spila á næsta ári heldur lengra en það. Ég mun reyna mitt besta til að ná því. Það verður vissulega krefjandi,“ sagði Tom Brady en Washington Post segir frá.Tom Brady says he "absolutely" believes he’ll be back in 2019. Sorry Gisele. https://t.co/svsgaopDme — Post Sports (@PostSports) December 27, 2018Fyrirsætan Gisele Bündchen er eiginkona Tom Brady og hefur verið að reyna að fá manninn sinn til að leggja á skóna á hilluna. Hún talaði um það opinberlega í viðtali við Ellen DeGeneres fyrr í þessum mánuði. Brady er orðinn 41 árs gamall og hefur unnið allt á sínum ferli þar af NFL-titilinn fimm sinnum. „Ég er búinn að ná því að gera það sem ég elska í nítján ár. Ég vakna spenntur á hverjum degi að fara í vinnuna. Ég hef ekki fengið betri gjöf á ævinni. Ég elska að spila fótbolta,“ sagði Brady. Hann heldur upp á 42 ára afmælið sitt áður en næsta tímabil hefst. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir að Tom Brady haldi áfram, fyrir utan stór meiðsli, er ef að hann vinnur sjötta titilinn með New England Patriots eftir áramót. Þá væri líklega mjög freistandi að hætta. New England Patriots liðið er komið í úrslitakeppnina en hefur oft verið meira sannfærandi en í ár. Það getur hinsvegar allt gerst í úrslitakeppninni eins of dæmin hafa sýnt.
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Sjá meira