Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. desember 2018 08:15 Hjördís (t.v.) pakkar jólagjöfum með sjálfboðaliðum. fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli. Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira