Vill fjármagna vegaframkvæmdir með lánum sem greiðist með vegtollum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin. Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin.
Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15