Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 18:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44