„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 09:09 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20