Eyðum 16 milljörðum meira í jólavertíðinni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Tölur sýna að í jólaösinni í nóvember og desember er mikið álag á greiðslukortum landsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira