Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 16:22 Gönguljósin við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Vísir/Hvati Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira