Býst við því versta en vonar það besta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 14:25 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira