Sjötta tap Real í deildinni kom á heimavelli gegn Sociedad Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2019 19:15 Það gengur ekkert hjá Real Madrid. vísir/getty Vandræði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu halda áfram en í kvöld tapaði liðið fyrir Real Sociedad, 2-0. Það hafa verið bullandi vandræði hjá Madrídingum það sem af er leiktíðar en eftir fína byrjun hjá Santiago Solari sem stjóra liðsins er aðeins byrjað að halla undan fæti. Liðið lenti undir strax á þriðju mínútu í kvöld er Willian Jose skoraði af vítapunktinum. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Ekki skánaði ástandið eftir rétt rúman klukkutíma leik er Lucas Vasquez fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrsta rauða spjald hans á ferlinum hjá Real. Real reyndi að ná inn jöfnuarmarkinu en fékk það í bakið sjö mínútum fyrir leikslok er Ruben Pardo tvöfaldaði forystu gestanna frá Sociedad. Þetta var sjötta tap Real í deildinni í átján leikjum en liðið er sjö stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða. Liðið er ekki einu sinni í Meistaradeildarsæti er deildin er tæplega hálfnuð. Real Sociedad fór með sigrinum upp í ellefta sæti deildarinnar en liðið er átta stigum á eftir Real. Deildin er afar jöfn um miðja deildina. Spænski boltinn
Vandræði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu halda áfram en í kvöld tapaði liðið fyrir Real Sociedad, 2-0. Það hafa verið bullandi vandræði hjá Madrídingum það sem af er leiktíðar en eftir fína byrjun hjá Santiago Solari sem stjóra liðsins er aðeins byrjað að halla undan fæti. Liðið lenti undir strax á þriðju mínútu í kvöld er Willian Jose skoraði af vítapunktinum. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Ekki skánaði ástandið eftir rétt rúman klukkutíma leik er Lucas Vasquez fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrsta rauða spjald hans á ferlinum hjá Real. Real reyndi að ná inn jöfnuarmarkinu en fékk það í bakið sjö mínútum fyrir leikslok er Ruben Pardo tvöfaldaði forystu gestanna frá Sociedad. Þetta var sjötta tap Real í deildinni í átján leikjum en liðið er sjö stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða. Liðið er ekki einu sinni í Meistaradeildarsæti er deildin er tæplega hálfnuð. Real Sociedad fór með sigrinum upp í ellefta sæti deildarinnar en liðið er átta stigum á eftir Real. Deildin er afar jöfn um miðja deildina.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti