Þrettán ríkisborgarar Kanada handteknir í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 12:15 Meng Wanzhou yfirgefur heimili sitt í Vancouver. Getty/Bloomberg Yfirvöld Kanada segja að minnst þrettán borgarar ríkisins hafi verið handteknir í Kína síðan Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna. Meng var handtekin þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik. Meng, sem gengur laus gegn tryggingu, heldur til í annari af tveimur íbúðum sem hún á í Vancouver. Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta, samkvæmt Reuters, sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Kanada. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhverjir hafi verið ákærðir og þá fyrir hvað.Fyrir yfirlýsinguna var einungis búið að opinbera handtökur þriggja Kanadamanna í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor sitja nú í fangelsi í Kína. Ríkisstjórn Kanada hefur sagt að engin tengsl séu á milli handtakanna í Kína og handtöku Meng. Erindrekar, fyrrverandi erindrekar og sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir og óttast að um hefndaraðgerðir sé að ræða. Yfirvöld Kína hafa sömuleiðis ekki beintengt handtökurnar við handtöku Meng. Kínverjar hafa þó krafist þess að henni verði sleppt úr haldi og hafa hótað ótilgreindum afleiðingum, verði það ekki gert. Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46 Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Yfirvöld Kanada segja að minnst þrettán borgarar ríkisins hafi verið handteknir í Kína síðan Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna. Meng var handtekin þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik. Meng, sem gengur laus gegn tryggingu, heldur til í annari af tveimur íbúðum sem hún á í Vancouver. Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta, samkvæmt Reuters, sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Kanada. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhverjir hafi verið ákærðir og þá fyrir hvað.Fyrir yfirlýsinguna var einungis búið að opinbera handtökur þriggja Kanadamanna í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor sitja nú í fangelsi í Kína. Ríkisstjórn Kanada hefur sagt að engin tengsl séu á milli handtakanna í Kína og handtöku Meng. Erindrekar, fyrrverandi erindrekar og sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir og óttast að um hefndaraðgerðir sé að ræða. Yfirvöld Kína hafa sömuleiðis ekki beintengt handtökurnar við handtöku Meng. Kínverjar hafa þó krafist þess að henni verði sleppt úr haldi og hafa hótað ótilgreindum afleiðingum, verði það ekki gert.
Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46 Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00
Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37