Snjómokstur og önnur vetrarþjónusta í Reykjavík kostaði 642 milljónir króna 2018 Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:58 Þeir eru ekki margir dagar það sem af er vetri sem hafa verið hvítir í Reykjavíkurborg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þó að festa einn slíkan á filmu. visir/vilhelm Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni. Borgarstjórn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira
Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni.
Borgarstjórn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira