Milljarðar úr þörungum við Hellisheiðarvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Nýta aukaafurðir Hellisheiðarvirkjunar í Jarðhitagarði ON. Fréttablaðið/Ernir Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira