Nóbelsverðlaunahafi gagnrýndur í annað sinn fyrir ummæli um gáfur svartra Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 16:03 Watson segist útskúfaður frá fræðasamfélaginu vegna ummæla hans. EPA/Jose Mendez Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem vann til Nóbelsverðlauna í Læknisfræði vegna rannsókna sinna á byggingu DNA ásamt félögum sínum Maurice Wilkins og Francis Crick, hefur verið gagnrýndur vegna ummæla sinna um kynþætti og hefur verið sviptur heiðurstitlum sem Cold Spring Harbor rannsóknarstofnunin hefur veitt honum. BBC greinir frá. Watson hafði haldið því fram í þætti PBS sjónvarpsstöðvarinnar að svartir væru ekki eins gáfaðir og hvítir. Watson sagði að mismunandi gen í svörtum og hvítum gerðu það að verkum að hvítir skora hærra en svartir á greindarvísitöluprófum.Cold Spring Harbor stofnunin hefur sagt ummæli hins níutíu ára Watson vera órökstudd og glæfraleg. Stofnunin svipti Watson í kjölfarið titlum sínum. Watson hafði verið í stjórnunarstöðum í stofnuninni til ársins 2007 en þá varð einnig uppi fótur og fit vegna skoðana hans á kynþáttum. Árið 2007 sagðist Watson hafa áhyggjur af framtíð Afríku. Allar samfélagsreglur vestræns samfélags byggju á því að gáfnafar „þeirra“ væri hið sama og „okkar“. Watson sagði þó að rannsóknir bentu til annars og bætti við því að fólk sem hefði kynnst svörtu starfsfólki myndi taka undir með honum. Eftir að Watson lét þessi ummæli falla var hann rekinn úr stjórnunarstöðum sínum. Watson var gagnrýninn á vísindasamfélagið eftir þetta en hann seldi Nóbelsverðlaunapening sinn árið 2014 og sagði fræðasamfélagið hafa útskúfað hann eftir ummæli hans. Watson hlaut eins og áður sagði Nóbelsverðlaun árið 1962 fyrir rannsóknir á DNA. Watson vann með Francis Crick í rannsóknum sínum en þriðji aðilinn sem fékk Nóbelsverðlaunin var Maurice Wilkins. Wilkins hafði unnið náið með vísindakonunni Rosalind Franklin. Franklin sem var mikilvægur hlekkur í rannsóknunum lést árið 1958, fjórum árum áður en Nóbelsverðlaunin voru veitt þeim Watson, Wilkins og Crick. Bandaríkin Nóbelsverðlaun Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem vann til Nóbelsverðlauna í Læknisfræði vegna rannsókna sinna á byggingu DNA ásamt félögum sínum Maurice Wilkins og Francis Crick, hefur verið gagnrýndur vegna ummæla sinna um kynþætti og hefur verið sviptur heiðurstitlum sem Cold Spring Harbor rannsóknarstofnunin hefur veitt honum. BBC greinir frá. Watson hafði haldið því fram í þætti PBS sjónvarpsstöðvarinnar að svartir væru ekki eins gáfaðir og hvítir. Watson sagði að mismunandi gen í svörtum og hvítum gerðu það að verkum að hvítir skora hærra en svartir á greindarvísitöluprófum.Cold Spring Harbor stofnunin hefur sagt ummæli hins níutíu ára Watson vera órökstudd og glæfraleg. Stofnunin svipti Watson í kjölfarið titlum sínum. Watson hafði verið í stjórnunarstöðum í stofnuninni til ársins 2007 en þá varð einnig uppi fótur og fit vegna skoðana hans á kynþáttum. Árið 2007 sagðist Watson hafa áhyggjur af framtíð Afríku. Allar samfélagsreglur vestræns samfélags byggju á því að gáfnafar „þeirra“ væri hið sama og „okkar“. Watson sagði þó að rannsóknir bentu til annars og bætti við því að fólk sem hefði kynnst svörtu starfsfólki myndi taka undir með honum. Eftir að Watson lét þessi ummæli falla var hann rekinn úr stjórnunarstöðum sínum. Watson var gagnrýninn á vísindasamfélagið eftir þetta en hann seldi Nóbelsverðlaunapening sinn árið 2014 og sagði fræðasamfélagið hafa útskúfað hann eftir ummæli hans. Watson hlaut eins og áður sagði Nóbelsverðlaun árið 1962 fyrir rannsóknir á DNA. Watson vann með Francis Crick í rannsóknum sínum en þriðji aðilinn sem fékk Nóbelsverðlaunin var Maurice Wilkins. Wilkins hafði unnið náið með vísindakonunni Rosalind Franklin. Franklin sem var mikilvægur hlekkur í rannsóknunum lést árið 1958, fjórum árum áður en Nóbelsverðlaunin voru veitt þeim Watson, Wilkins og Crick.
Bandaríkin Nóbelsverðlaun Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira