Segir Dag hafa fellt tillögu um lækkun hámarkshraða á Hringbraut Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 16:13 Ólafur F. Magnússon lagði tillöguna fram í maí 2009. Fréttablaðið/Anton Brink Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi
Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13