Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 11:53 Málþingið fer fram í Hörpu í dag á milli klukkan 13 og 16. Vísir/Vilhelm Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54