Real komst yfir með marki Króatans, Luka Modric, á þrettándu mínútu og allt leit vel út fyrir Real í hálfleik sem hefur gengið brösuglega á tímabilinu.
Sergio Canales jafnaði metin á 67. mínútu en það var fyrrum Betis-maðurinn, Dani Ceballos, sem skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok með marki beint úr aukaspyrnu. MIkilvæg þrjú stig til Real Madrid.
Real er eftir sigurinn í fjórða sætin með 33 stig en þeir eru tíu stigum á eftir toppliði Barcelona. Real Betis er í sjöunda sætinu með 26 stig.
FT Real Betis 1-2 Real Madrid
— BBC Sport (@BBCSport) January 13, 2019
A stressful night for Santiago Solari ends with the three points, thanks to local boy Dani Ceballos' superb free-kick.
https://t.co/r0WsR7tbBr pic.twitter.com/q6kRm7PLf1