Þröngsýni um fjármálakerfið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. janúar 2019 08:00 Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best er að nýta þá kosti sem eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum býður upp á. Það er ekki á vísan að róa með að sú staða skapist á ný, þannig að mikilvægast er að vanda sig. Þá eigum við að læra það af sögunni að sala á ríkisbönkum er ekki endilega alltaf til góðs. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta að finna um framtíðarskipulagningu fjármálakerfisins: „Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Við þurfum að vera óhrædd við að velta upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar. Á að sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn stóran banka, þar sem ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir, með tilheyrandi hagræðingu? Eigum við að stefna að því að koma á fót samfélagsbanka? Hvernig uppfyllum við það ákvæði stjórnarsáttmálans best um að fjármálakerfið þjóni samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt? Þetta allt, og meira til, þarf að ræða. Umræða um fjármálakerfið má ekki hverfast um þá einföldu spurningu hvort eigi að selja banka eður ei. Því er allt tal um það hve söluvænn Landsbankinn er fullkomlega ótímabært. Þá er ágætt að hafa í huga að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir hvítbókarvinnuna er almenningur almennt jákvæður í garð þess að ríkið eigi banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best er að nýta þá kosti sem eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum býður upp á. Það er ekki á vísan að róa með að sú staða skapist á ný, þannig að mikilvægast er að vanda sig. Þá eigum við að læra það af sögunni að sala á ríkisbönkum er ekki endilega alltaf til góðs. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta að finna um framtíðarskipulagningu fjármálakerfisins: „Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Við þurfum að vera óhrædd við að velta upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar. Á að sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn stóran banka, þar sem ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir, með tilheyrandi hagræðingu? Eigum við að stefna að því að koma á fót samfélagsbanka? Hvernig uppfyllum við það ákvæði stjórnarsáttmálans best um að fjármálakerfið þjóni samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt? Þetta allt, og meira til, þarf að ræða. Umræða um fjármálakerfið má ekki hverfast um þá einföldu spurningu hvort eigi að selja banka eður ei. Því er allt tal um það hve söluvænn Landsbankinn er fullkomlega ótímabært. Þá er ágætt að hafa í huga að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir hvítbókarvinnuna er almenningur almennt jákvæður í garð þess að ríkið eigi banka.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar