GDRN og GYDA tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. janúar 2019 16:22 Gyða Valtýsdóttir, eða GYDA, til vinstri, og Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, til hægri. fbl/ernir Fyrsta plata GDRN, Hvað ef, og önnur plata GYDA, Evolution voru tilnefndar sem plötur ársins. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt þann 28. febrúar á hátíðinni by:Larm í Osló. Tilnefndar eru árlega útgáfur sem skáru fram úr, tvær eða þrjár frá hverju landanna fimm. Þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Árið sem leið hefur verið henni gott, sem kórónaðist kannski að einhverju leyti með því að hún flutti lokalag Áramótaskaupsins. Platan hennar sem tilnefnd er hefur jafnframt notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Dómnefndin hefur orð á að Ísland reki lestina meðal Norðurlanda á sviði „silkimjúkrar nútíma-R&B tónlistar,“ og hittir þar naglann á höfuðið með ansi nákvæmri lýsingu á tónlist Guðrúnar. Dómnefndin segir jafnframt að GDRN virðist ætla að koma Íslandi á kortið á þessu sviði með öflugri og kraftmikilli frumraun.GYDA er nafn sólóverkefnis Gyðu Valtýsdóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með tilraunakenndu raftónlistarsveitinni múm snemma á þessari öld. Hún er á mála hjá íslensk-bandarísku útgáfunni figureight og gaf þar út sína fyrstu plötu Epicycle árið 2017. Flæði plötu hennar Evolution, sem er tilnefnd, er samkvæmt dómnefndinni afbragðsgott, og jafnvel ekki af þessum heimi. Hún sé fíngerð en jafnframt kraftmikil.Dómnefnd verðlaunanna skipa, auk Arnars Eggerts Thoroddsen okkar, hinn norski Audun Vinger, hinn finnski Ilkka Mattila, hin sænska Annah Björk og hin danska Anna Ullman.Tilnefningarnar og umsagnir dómnefndar má finna hér. Eins og sjá má er sænska poppstjarnan Robyn á meðal tilnefndra, en plötulistann í heild sinni má sjá hér að neðan.Danmörk Astrid Sonne - Human LinesBisse - Tanmaurk Soho Rezenejad - Six ArchetypesFinnland Jori Hulkkonen - Simple Music for Complicated People Karina - KarinaÍsland GDRN - Hvað ef GYDA - EvolutionNoregurLil Halima - love songs for bad loversMarja Mortensson - MojhtestasseSvíþjóð Jenny Wilson - EXORCISM Robyn - HoneySarah Klang - Love in the Milky Way Menning Tónlist Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrsta plata GDRN, Hvað ef, og önnur plata GYDA, Evolution voru tilnefndar sem plötur ársins. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt þann 28. febrúar á hátíðinni by:Larm í Osló. Tilnefndar eru árlega útgáfur sem skáru fram úr, tvær eða þrjár frá hverju landanna fimm. Þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Árið sem leið hefur verið henni gott, sem kórónaðist kannski að einhverju leyti með því að hún flutti lokalag Áramótaskaupsins. Platan hennar sem tilnefnd er hefur jafnframt notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Dómnefndin hefur orð á að Ísland reki lestina meðal Norðurlanda á sviði „silkimjúkrar nútíma-R&B tónlistar,“ og hittir þar naglann á höfuðið með ansi nákvæmri lýsingu á tónlist Guðrúnar. Dómnefndin segir jafnframt að GDRN virðist ætla að koma Íslandi á kortið á þessu sviði með öflugri og kraftmikilli frumraun.GYDA er nafn sólóverkefnis Gyðu Valtýsdóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með tilraunakenndu raftónlistarsveitinni múm snemma á þessari öld. Hún er á mála hjá íslensk-bandarísku útgáfunni figureight og gaf þar út sína fyrstu plötu Epicycle árið 2017. Flæði plötu hennar Evolution, sem er tilnefnd, er samkvæmt dómnefndinni afbragðsgott, og jafnvel ekki af þessum heimi. Hún sé fíngerð en jafnframt kraftmikil.Dómnefnd verðlaunanna skipa, auk Arnars Eggerts Thoroddsen okkar, hinn norski Audun Vinger, hinn finnski Ilkka Mattila, hin sænska Annah Björk og hin danska Anna Ullman.Tilnefningarnar og umsagnir dómnefndar má finna hér. Eins og sjá má er sænska poppstjarnan Robyn á meðal tilnefndra, en plötulistann í heild sinni má sjá hér að neðan.Danmörk Astrid Sonne - Human LinesBisse - Tanmaurk Soho Rezenejad - Six ArchetypesFinnland Jori Hulkkonen - Simple Music for Complicated People Karina - KarinaÍsland GDRN - Hvað ef GYDA - EvolutionNoregurLil Halima - love songs for bad loversMarja Mortensson - MojhtestasseSvíþjóð Jenny Wilson - EXORCISM Robyn - HoneySarah Klang - Love in the Milky Way
Menning Tónlist Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira