Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 14:11 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í húsakynnum sáttasemjara í liðinni viku. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09