Leggja til að úrræði fyrir fyrstu kaupendur nái til fleiri Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:30 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira