Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2019 18:30 Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Fyrsta umræða um frumvarp samgönguráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða fór fram á Alþingi í desember síðastliðnum. Frumvarpið mælir meðal annars fyrir um að starfsemi svokallaðrar netöryggissveitar verði efld. Morgunblaðið vakti í dag athygli á umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram margþætt gagnrýni á efni þess en þar segir meðal annars: „Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar tryggir frumvarpið ekki aðgengi netöryggissveitar að upplýsingum sem henni eru nauðsynlegar til að geta uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt frumvarpinu.“ Í frumvarpinu er kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun geti „ ... óskað eftir að komið skuli upp sjálfvirkri upplýsingamiðlun á milli kerfa hlutaðeigandi mikilvœgra innviða og netöryggissveitar. “ Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er þetta ákvæði alltof óljóst. „Hvað felst í því að sveitinni sé heimilt að óska eftir? Er rekstraraðila skylt að verða við slíkri ósk? Ekki er að finna neinar skýringar við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins hvað þetta varðar,“ segir í umsögninni. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi öryggsveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að almennt sé frumvarpið mikið framfaraskref í netöryggismálum nái það fram að ganga. Hins vegar telji Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að gera á því þær breytingar sem koma fram í umsögn stofnunarinnar. Ein þessara breytinga lýtur að afhendingu upplýsinga. „Eins og mál eru að þróast í sambandi við netógnir þá gerast hlutirnir mjög hratt. Til þess að geta uppfært þessa mynd af ógnum hverju sinni þá þurfum við að geta gert það oft á dag. Til þess að geta gert þetta oft á dag þurfum við að fá upplýsingarnar beint inn til okkar. Við óttumst það að ef það er ekki kveðið skýrar að orði varðandi þetta tiltekna atriði (í frumvarpinu) verði viðbrögð netöryggissveitarinnar fyrst og fremst eftir á en ekki samhliða eða fyrirbyggjandi sem væri ef við fengjum upplýsingarnar nógu snemma,“ segir Hrafnkell. Þrír einstaklingar eru í netöryggissveitinni í dag líkt og að framan greinir. En er sveitin í stakk búin að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Það má alltaf deila um það. Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til hinna Norðurlandaþjóðanna þá eru sambærilegar sveitir þar hundrað sinnum stærri,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Fyrsta umræða um frumvarp samgönguráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða fór fram á Alþingi í desember síðastliðnum. Frumvarpið mælir meðal annars fyrir um að starfsemi svokallaðrar netöryggissveitar verði efld. Morgunblaðið vakti í dag athygli á umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram margþætt gagnrýni á efni þess en þar segir meðal annars: „Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar tryggir frumvarpið ekki aðgengi netöryggissveitar að upplýsingum sem henni eru nauðsynlegar til að geta uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt frumvarpinu.“ Í frumvarpinu er kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun geti „ ... óskað eftir að komið skuli upp sjálfvirkri upplýsingamiðlun á milli kerfa hlutaðeigandi mikilvœgra innviða og netöryggissveitar. “ Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er þetta ákvæði alltof óljóst. „Hvað felst í því að sveitinni sé heimilt að óska eftir? Er rekstraraðila skylt að verða við slíkri ósk? Ekki er að finna neinar skýringar við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins hvað þetta varðar,“ segir í umsögninni. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi öryggsveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að almennt sé frumvarpið mikið framfaraskref í netöryggismálum nái það fram að ganga. Hins vegar telji Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að gera á því þær breytingar sem koma fram í umsögn stofnunarinnar. Ein þessara breytinga lýtur að afhendingu upplýsinga. „Eins og mál eru að þróast í sambandi við netógnir þá gerast hlutirnir mjög hratt. Til þess að geta uppfært þessa mynd af ógnum hverju sinni þá þurfum við að geta gert það oft á dag. Til þess að geta gert þetta oft á dag þurfum við að fá upplýsingarnar beint inn til okkar. Við óttumst það að ef það er ekki kveðið skýrar að orði varðandi þetta tiltekna atriði (í frumvarpinu) verði viðbrögð netöryggissveitarinnar fyrst og fremst eftir á en ekki samhliða eða fyrirbyggjandi sem væri ef við fengjum upplýsingarnar nógu snemma,“ segir Hrafnkell. Þrír einstaklingar eru í netöryggissveitinni í dag líkt og að framan greinir. En er sveitin í stakk búin að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Það má alltaf deila um það. Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til hinna Norðurlandaþjóðanna þá eru sambærilegar sveitir þar hundrað sinnum stærri,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira