Eyþór mótfallinn því að innviðagjöld fari í Pálmatré Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 15:24 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. FBL/Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40