Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Baldur Pétursson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun