Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur 23 ára karlmanni sem gefið er að sök kynferðisbrot gegn barni og brot gegn áfengis- og barnaverndarlögum. Á hann að hafa að kvöldi laugardags í júlí í fyrra afhent þá þrettán ára stúlku áfengi og fíkniefni.
Í ákæru segir að maðurinn hafi haft við hana samræði og látið hana hafa við sig munnmök. Þannig hafi hann beitt hana ofbeldi og nýtt sér yfirburði vegna aldurs- og þroskamunar. Einnig hafi hann tekið af stúlkunni tvær kynferðislegar hreyfimyndir á símann sinn.
Farið er fram á 3,5 milljónir króna í bætur fyrir hönd ólögráða stúlkunnar. Maðurinn neitar sök.
