Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 12:30 Rúmensku starfsmennirnir dvelja í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi. Visir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00