Líklegt að lambahryggir gangi til þurrðar í sumarbyrjun Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2019 07:30 Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð og voru fyrirtæki líklega of fljót á sér við útflutning. Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu sláturtíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. Formaður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs.Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.„Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir líklegast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá réttlætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í framhaldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu sláturtíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. Formaður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs.Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.„Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir líklegast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá réttlætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í framhaldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira