Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbersson, framkvæmdastjóri SA, segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og miklum launahækkunum. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“ Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“
Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30
Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08
Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39