Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbersson, framkvæmdastjóri SA, segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og miklum launahækkunum. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“ Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“
Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30
Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08
Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39