Neitað um laun nema framvísa vegabréfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að líkja megi ólaunuðum prufuvöktum við nútíma þrælahald. Vísir/Sigurjón Ólason Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”. Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”.
Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira