Myndlist mikils metin Hjálmar Sveinsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Styttur og útilistaverk Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Sjá meira
Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun