Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Umhverfisráðherra tekur stríðið gegn plasti föstum tökum. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira