Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela og segir slík ummæli vera hluta af lygaherferð Bandaríkjanna til að undirbúa innrás í landið. Þá kallar Rodriguez eftir því að Bandaríkin færi sönnur fyrir fullyrðingum sínum.
Trump sagði í ræðu sinni í Miami á mánudag að Nicolas Maduro væri ekki föðurlandsvinur heldur einungis strengjabrúða Kúbu. Þá fullyrti hann að herlið Kúbu færi með stjórn hersins í Venesúela og þeir ættu einnig eigið herlið í landinu.
Rodriguez hafnaði þessu á blaðamannafundi í dag og sagði þeir tuttugu þúsund Kúbverjar sem dveldu í Venesúela væru óbreyttir borgarar, margir hverjir heilbrigðisstarfsmenn. Kúba hefur verið einn helsti stuðningsaðili ríkisstjórnarinnar í Venesúela frá hinni svokölluðu Bólivarísku byltingu sem hófst undir stjórn Hugo Chavez árið 1998.
Ríkisstjórn Trump hefur þrýst á Nicolas Maduro til þess að stíga til hliðar og lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó, forseta þings Venesúela. Þá hafa fleiri lönd fylgt á eftir og lýst yfir stuðningi við Guaidó, þar á meðal Ísland.
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela

Tengdar fréttir

Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna
Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela.

Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta
Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn.

Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til?
Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó.

Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela
Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela.