Heyrnarlausir flosna úr starfi því ríkið greiðir ekki atvinnutúlkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 20:30 Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís. Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís.
Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent