Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 11:24 Frá fundi verkalýðsfélaganna í morgun áður en haldið var á fund með SA hjá ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög. Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög.
Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira