Kosningar líklegar eftir að fjárlagafrumvarp spænsku ríkisstjórnarinnar var fellt Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 12:19 Sánchez og Dolores Delgado, dómsmálaráðherra, í þungum þönkum í neðri deild þingsins þar sem fjárlagafrumvarpinu var hafnað í morgun. Vísir/EPA Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári.
Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16