Upplifði mjög hættulegar aðstæður þegar stórar þakplötur fuku við Melaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 10:23 Frá vettvangi í morgun. Myndin er tekin Melaskólamegin við NEshagann. Í bakgrunni má sjá íþróttahús Hagaskóla, með upplýstar rúður. Nokkrar þakplötur sjást liggjandi þar fyrir framan. Ragna Sara Jónsdóttir Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi. Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira