Óttast að framtak borgarinnar geti haft bakslag í för með sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2019 08:15 Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. vísir/vilhelm Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira