Skattgreiðslur verði sundurliðaðar á launaseðlum Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 13:17 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira