124 þúsund króna munur á árskostnaði fyrir dagvist og mat í grunnskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 11:13 Ekki er lagt mat á gæði matar eða vistunar í könnuninni. Vísir/Vilhelm Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar. Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.
Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira