Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 14:05 Ramos sýnir myndbandið sem fór svo fyrir brjóstið á Maduro forseta. Vísir/AP Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga. Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga.
Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira