Samninganefnd iðnaðarmanna fundaði í dag með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninga félaganna. Á fundinum var staðan metin og í kjölfar umræðna ákváðu iðnaðarmenn að vísa kjaradeildunni til Ríkissáttasemjara í dag og á morgun. Þetta kemur fram á vef Rafiðnaðarsambandsins. Þar kemur einnig fram að það sé gert til að koma á meiri festu í viðræðurnar undir stjórn sáttasemjara. Samninganefnd iðnaðarmanna vonast að með þessum aðgerðum komist meiri skriður á þær viðræður sem framundan eru og leiði til þess að kjarasamningar verði undirritaðir.
Iðnaðarmenn vísa kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara

Tengdar fréttir

Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til.

Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar
Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu.