Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Ummæli dómsmálaráðherra fóru öfugt ofan í ÖBÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira