Segir áherslur félaganna einkennilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45