Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 20:00 Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Sjá meira
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45