Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 20:00 Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent