Bæjarstjóri skaut að lögregluþjónum í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 13:42 Frá æfingu lögregluþjóna í Flórída. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Omar Ricardo Aquije Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira