Starfsmenn Microsoft vilja losna við samning við herinn vegna HoloLens Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 10:42 Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. AP/Swayne B. Hall Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni. Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines. If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X — Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019Samkvæmt Reuters snýr umræddur samningur að því að Microsoft ætli að útvega hernum minnst 2.500 frumgerðir af gleraugum sem byggja á tækni HoloLens. Herinn hefur sagt að gleraugun yrðu notuð á vígvellinum og við þjálfun til að auka skilvirkni hermanna, hreyfanleika og yfirsýn þeirra.Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda. Bandaríkin Microsoft Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni. Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines. If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X — Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019Samkvæmt Reuters snýr umræddur samningur að því að Microsoft ætli að útvega hernum minnst 2.500 frumgerðir af gleraugum sem byggja á tækni HoloLens. Herinn hefur sagt að gleraugun yrðu notuð á vígvellinum og við þjálfun til að auka skilvirkni hermanna, hreyfanleika og yfirsýn þeirra.Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda.
Bandaríkin Microsoft Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira